Lukaku: Mistök að fara til Chelsea Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 18:15 Romelu Lukaku er enn þá samningsbundinn Chelsea en leikur á láni hjá Inter á næsta leiktímabili. Getty Images Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar. Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira