Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2022 14:53 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. „Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira