Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 08:27 Glúmur segir fólk ekki eiga séns á Íslandi nema það sé með rétt flokksskírteini. Rúv Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01