Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM 2022 í stað Telmu Ívarsdóttir, sem meiddist á æfingu á miðvikudag.
Þetta er önnur breytingin sem Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska liðsins hefur þurft að gera á hópnum vegna meiðsla markvarða. Cecilia Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði tveimur dögum fyrir fyrsta leik.
Íris Dögg, sem kemur til móts við íslenska hópinn í seinasta lagi á föstudag, er reynslumikill markvörður sem hefur leikið með U19 og U23 landsliðum Íslands og á að baki vel á þriðja hundrað meistaraflokksleikja með félagsliðum í KSÍ-mótum.
Íris Dögg, sem kemur til móts við íslenska hópinn í seinasta lagi á föstudag, er reynslumikill markvörður sem hefur leikið með U19 og U23 landsliðum Íslands og á að baki vel á þriðja hundrað meistaraflokksleikja með félagsliðum í KSÍ-mótum. https://t.co/1UvNlK3ktE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 14, 2022