Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 11:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdótir á sitt fólk í stúkunni. Hér eru frá vinstri: Jón Sæmundsson, Elfur Fríða Jónsdóttir, Ýr Sigurðardóttir og Ilmur Jónsdóttir þegar þau hittu ljósmyndara á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Vísir/Vilhelm Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira