Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 11:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdótir á sitt fólk í stúkunni. Hér eru frá vinstri: Jón Sæmundsson, Elfur Fríða Jónsdóttir, Ýr Sigurðardóttir og Ilmur Jónsdóttir þegar þau hittu ljósmyndara á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Vísir/Vilhelm Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira