Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 10:30 Ólafur Ingi Skúlason á tímum sínum sem leikmaður landsliðsins á HM 2018. Nú er hann farinn að starfa og þjálfa fyrir KSÍ. Getty/Dan Mullan Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira