Bale stefnir á tvö stórmót í viðbót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 16:30 Gareth Bale ætlar sér ekki að hætta knattspyrnuiðkun alveg strax. James Williamson - AMA/Getty Images Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale stefnir á að taka þátt á EM í Þýskalandi árið 2024 og jafnvel HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira