Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 11:31 Hér er innsti kjarni úr stuðningsveit Áslaugar Mundu sem Vísir hitti á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Frá vinstri: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Björg Gunnlaugsdóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir og Jóney Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira