Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 19:08 Þorsteinn gefur skipanir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
„Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira