Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2022 11:22 Nokkur væta hefur verið íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi um helgina. Svo var líka árið 2019, þegar þessi mynd var tekin á mótinu. Vísir/Vilhelm Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið. Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið.
Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira