Við höldum áfram umfjöllun um morðið á Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra Japan. Lögregla í Nara í vestur Japan hefur viðurkennt að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar morð var framið.
Bandarískur sagnfræðingur heldur því fram að bandarískur hæstaréttardómur frá árinu 2010 um heimild einkafyrirtækja til að styðja pólitíska frambjóðendur í Bandaríkjunum sé í raun rótin að því að Hæstiréttur sneri á dögunum við dómi um stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs.
Þá fylgjumst við með stemningunni á Kótelettunni sem fer fram í sextánda sinn á Selfossi. Grill, tónlist og önnur skemmtiatriði eru meðal þess sem er á boðstólnum um helgina.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.