Berglind Björg: Þetta er EM og það getur allt gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 12:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er kát með lífið á glæsilegu hóteli íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mikilvæg mörk þegar Íslands tryggði sig inn á EM og skoraði einnig í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið. Það bendir margt til þess að hún muni byrja fremst í fyrsta leik á móti Belgíu. „Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann