Fótbolti

EM í dag: Sögulegt kvöld á Old Trafford þegar Evrópumótið byrjaði með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svava Kristín Grétarsdóttir sér um þáttinn EM í dag sem verður á Vísi alla Evrópukeppnina í Englandi.
Svava Kristín Grétarsdóttir sér um þáttinn EM í dag sem verður á Vísi alla Evrópukeppnina í Englandi. skjáskot

Evrópumót kvenna í knattspyrnu hófst á miðvikudagskvöldið þegar rétt tæplega sjötíu þúsund manns troðfylltu Old Trafford á opnunarleik keppninnar.

Svava Kristín Grétarsdóttir verður með þáttinn EM í dag á Vísi alla Evrópukeppnina og það var vel við hæfi að hún opnaði þáttinn með því að kanna stemmninguna fyrir utan Old Trafford.

Uppselt var á leikinn og það sýnir mikið um áhugann á enska landsliðinu og á þessu Evrópumóti í Englandi.

Englendingar eru sem betur fer ekki bara að hugsa um Boris sinn Johnson þessa dagana þótt að mikið gangi á hjá fráfarandi forsætisráðherra.

Íslensku stelpurnar verða auðvitað í aðalhlutverki í þættinum hjá Svövu á meðan mótinu stendur en í þeim fyrsta fá stuðningsmenn Englands og Austurríki að eiga sviðið.

England vann leikinn á endanum 1-0 en hér fyrir neðan má sjá hvernig stemmningin var meðal stuðningsmanna liðanna fyrir utan leikvanginn rétt fyrir leik.

Klippa: EM í dag: 1. þáttur 7. júlí 2022

Tengdar fréttir

Mead sá til þess að Eng­land byrjaði á sigri

Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan.

Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna

Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 

Gríðar­leg stemming á opnunar­leik EM - mynda­syrpa

Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×