Gunnhildur Yrsa á því að ungu leikmennirnir geti líka hjálpað þeim eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 16:01 Reynsluboltarnir Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ganga hér til móts við íslensku blaðamannana ásamt Ómari Smárasyni hjá KSÍ. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mjög spennandi lið byggt upp á reynslumiklum kjarna og í viðbót er komin inn í liðið ein af flottari kynslóðum íslenska kvennafótboltans. Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira