Með á öllum EM-mótum Íslands en bíður enn þolinmóð eftir fyrstu mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 13:00 Sandra Sigurðardóttir hefur verið varamarkvörður á síðustu þremur Evrópumótum íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er nú mætt á sitt fjórða stórmót og er þar í hópi þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttur. Munurinn á þeim og Söndru er að Sandra hefur ekki enn fengið að spila einn einasta leik á EM. Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira