Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júlí 2022 12:45 Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hyggðist starfa áfram sem forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi tekur við. AP/Frank Augstein Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. „Það er greinilega vilji meðal þingmanna Íhaldsflokksins að það eigi að taka við nýr leiðtogi og þar með nýr forsætisráðherra,“ sagði Johnson fyrir utan Downingstræti tíu í dag. „Ég veit að það verða margir sem verða fegnir, og mögulega nokkur fjöldi sem verður fyrir vonbrigðum. Ég vil að þið vitið hversu sorgmæddur ég er að kveðja besta starf í heimi.“ Hann sagðist harma það að geta ekki fylgt eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í stórum málum á borð við viðbrögð við stríðinu í Úkraínu en óskaði nýjum leiðtoga góðs gengis. Að sögn Johnsons hefst ferlið við val á nýjum leiðtoga strax en sjálfur mun hann sitja áfram sem forsætisráðherra, að öllum líkindum fram á haust. „Ég veit að jafnvel þó að hlutirnir virðast kannski myrkir núna, þá er framtíð okkar saman gulls ígildi,“ sagði Johnson. Í heildina hafa 59 ráðherrar og embættismenn sagt af sér frá því á þriðjudagskvöld. Þar af eru fimm hátt settir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar, fjármála-, heilbrigðis- og menntamálaráðherrar og ráðherrar Norður Írlands og Wales. Þá rak Johnson húsnæðismálaráðherra sinn. Johnson hefur nú skipað í öll þau embætti en 25 lægra settir ráðherrar hafa sömuleiðis sagt af sér og er gert ráð fyrir að nýir ráðherrar verði skipaðir í þeirra stað í dag. Aðrir sem hafa sagt af sér voru aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn, þar á meðal varaformaður Íhaldsflokksins. Munu fara fram á vantraust losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að Johnson þyrfti að hverfa frá án tafar og vísaði til fjölda hneykslismála Johnsons, ekki aðeins skipun Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni, sem leiddi til fjöldaflótta úr flokknum fyrr í vikunni. „Hann þarf að fara alveg, ekki þetta rugl um að tóra í nokkra mánuði. Hann hefur lagt lygar, svik og ringulreið á þetta land,“ sagði Starmer og bætti við að nú væri nóg komið, Johnson væri greinilega óhæfur til að gegna embættinu. „Ef [Íhaldsflokkurinn] losar sig ekki við hann, þá munum við fara fram á atkvæðagreiðslu um vantraust, í þágu þjóðarinnar.“ Þingmenn verkamannaflokksins sóttu sömuleiðis hart að Michael Ellis, undirráðherra í forsætisráðuneytinu, í fyrirspurnartíma i morgun og lýstu yfir áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki starfhæf í núverandi mynd. Ellis fullyrti að svo væri. „Við verðum að halda áfram að þjóna landinu okkar, kjósendum okkar og almenningi, fyrst og fremst. Það er skylda okkar núna að sjá til þess að fólkið í þessu landi hafi starfhæfa ríkisstjórn. Það gildir nú sem aldrei fyrr,“ sagði Ellis. Bretland Tengdar fréttir Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
„Það er greinilega vilji meðal þingmanna Íhaldsflokksins að það eigi að taka við nýr leiðtogi og þar með nýr forsætisráðherra,“ sagði Johnson fyrir utan Downingstræti tíu í dag. „Ég veit að það verða margir sem verða fegnir, og mögulega nokkur fjöldi sem verður fyrir vonbrigðum. Ég vil að þið vitið hversu sorgmæddur ég er að kveðja besta starf í heimi.“ Hann sagðist harma það að geta ekki fylgt eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í stórum málum á borð við viðbrögð við stríðinu í Úkraínu en óskaði nýjum leiðtoga góðs gengis. Að sögn Johnsons hefst ferlið við val á nýjum leiðtoga strax en sjálfur mun hann sitja áfram sem forsætisráðherra, að öllum líkindum fram á haust. „Ég veit að jafnvel þó að hlutirnir virðast kannski myrkir núna, þá er framtíð okkar saman gulls ígildi,“ sagði Johnson. Í heildina hafa 59 ráðherrar og embættismenn sagt af sér frá því á þriðjudagskvöld. Þar af eru fimm hátt settir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar, fjármála-, heilbrigðis- og menntamálaráðherrar og ráðherrar Norður Írlands og Wales. Þá rak Johnson húsnæðismálaráðherra sinn. Johnson hefur nú skipað í öll þau embætti en 25 lægra settir ráðherrar hafa sömuleiðis sagt af sér og er gert ráð fyrir að nýir ráðherrar verði skipaðir í þeirra stað í dag. Aðrir sem hafa sagt af sér voru aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn, þar á meðal varaformaður Íhaldsflokksins. Munu fara fram á vantraust losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að Johnson þyrfti að hverfa frá án tafar og vísaði til fjölda hneykslismála Johnsons, ekki aðeins skipun Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni, sem leiddi til fjöldaflótta úr flokknum fyrr í vikunni. „Hann þarf að fara alveg, ekki þetta rugl um að tóra í nokkra mánuði. Hann hefur lagt lygar, svik og ringulreið á þetta land,“ sagði Starmer og bætti við að nú væri nóg komið, Johnson væri greinilega óhæfur til að gegna embættinu. „Ef [Íhaldsflokkurinn] losar sig ekki við hann, þá munum við fara fram á atkvæðagreiðslu um vantraust, í þágu þjóðarinnar.“ Þingmenn verkamannaflokksins sóttu sömuleiðis hart að Michael Ellis, undirráðherra í forsætisráðuneytinu, í fyrirspurnartíma i morgun og lýstu yfir áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki starfhæf í núverandi mynd. Ellis fullyrti að svo væri. „Við verðum að halda áfram að þjóna landinu okkar, kjósendum okkar og almenningi, fyrst og fremst. Það er skylda okkar núna að sjá til þess að fólkið í þessu landi hafi starfhæfa ríkisstjórn. Það gildir nú sem aldrei fyrr,“ sagði Ellis.
Bretland Tengdar fréttir Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22