Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 11:26 Flutningar eiga stóran þátt í losuninni. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir. Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir.
Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira