Skrifaði undir nýjan samning með vinstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifar undir samning sinn við Bayern München en hún þurfti að nota vinstri hendi þar sem sú hægri var enn í gifsi. Instagram/@ceciliaranr Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri. Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56
Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00
Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann