Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 10:23 Ugla Stefanía segir Sigmund Davíð fara með „alls konar fleipur“ þegar kemur að lögum um kynrænt sjálfræði. Aðferðir hans væru „slóttugar og lævísar“ og til þess að grafa undan réttindabaráttu fólks. Samsett mynd Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41