„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 12:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Stöð 2 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. „Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira