Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 12:02 Tryggvi Snær Hlinason á vítalínunni gegn Hollendingum VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023. Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20