Mané, Mahrez, Keita og Salah tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Afríku Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 10:00 Sadio Mané kyssir bikarinn sem veittur er sigurvegara Afríkumótsins í knattspyrnu GETTY IMAGES Knattspyrnumaður Afríku verður valinn aftur í ár en fella þurfti niður verðlaunaafhendingar áranna 2020 og 2021 vegna Covid 19 heimsfaraldursins. Tilnefningar til verðlaunanna voru gefnar út í vikunni sem leið Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Sjá meira
Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Sjá meira