Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 09:03 Ráðningarsamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rósu Guðbjartsdóttur var samþykktur á bæjarráðsfundi í gær. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira