„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. júlí 2022 07:30 Hollendingar réðu ekkert við Tryggva Snæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax. Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16