„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ 1. júlí 2022 23:16 Elvar Már barðist um hvern bolta í kvöld ... Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20