Sjö dagar í EM: Yngsti leikmaður landsliðsins heldur ekki upp á nítján ára afmælið fyrr en í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2022 11:00 Amanda Jacobsen Andradóttir í fyrsta byrjunarlandsleik sínum sem var á móti Kýpur í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin unga og efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir á sviðið í dag. Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk. EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann