Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:23 Technoblade greindi fylgjendum sínu frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein. Skjáskot Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan. Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan.
Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira