Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:39 Ríkisútvarpið þarf að greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna málsins. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira