Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2022 11:00 Markið sem Elín Metta Jensen skoraði gegn Svíum var afar mikilvægt. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen. Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira