Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júní 2022 12:30 Tónlistarmaðurinn Ari Árelíus frumsýnir tónlistarmyndband hér á Vísi. Sól Hansdóttir Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Melrakki eftir tónlistarmanninn Ara Árelíus. Myndbandinu er leikstýrt af Elínu Ramette, Inga Höskuldsdóttir sá um brúðugerð og hönnun og Sól Hansdóttir er listrænn stjórnandi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick. Tónlist Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick.
Tónlist Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira