Segir með ólíkindum að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 11:53 Halldóra Mogensen segir að dómsmálaráðherra ætti að skammast sín. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
„Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00