„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 21:57 Ugla Stefanía segir Jordan Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um transfólk. Shannon Kilgannon/Vísir Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent