Sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítala Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 16:57 Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki stofna neinum í hættu þótt sjúkrabílar þurfi að bíða fyrir utan Landspítala með sjúklinga innanborðs. Vísir/Baldur Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan. Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira