Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2022 18:40 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður og Erla Bolladóttir. Vísir/Ívar Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum