„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Snorri Másson skrifar 26. júní 2022 19:57 Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Þegar boðað var að Jordan Peterson hygðist halda fyrirlestur í Háskólabíó skiptist fólk í tvennt; margir keyptu sér miða, „áhugaverður sálfræðingur, væri gaman að sjá.“ Aðrir fóru á Twitter og lýstu því að kjarni málflutnings Peterson væri kvenhatur, líkamshatur og hin/kynseginhatur. Það væri því óréttlætanlegt að leggja leið sína á fyrirlesturinn. Jordan Peterson hefur selt fleiri milljónir eintaka af sjálfshjálparbókum á undanförnum árum og sálfræðingurinn er orðinn einn vinsælasti en um leið umdeildasti fræðimaður síns tíma.Vísir/Adelina „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir Jordan Peterson. „Það er einfaldlega ekki satt. Það er bara ekki satt. Ég var til dæmis að skrifa grein í Telegraph, sem var einhver sú grófasta sem ég hefði getað skrifað. Ég hélt að þetta væri búið fyrir mig ef ég birti þessa grein. Ég var í grunninn að kalla eftir fangelsun slátrandi skurðlækna sem eru að framkvæma svokallaðar kynleiðréttingaraðgerðir á fólki undir lögaldri. Ég kallaði samtök bandarískra sálfræðinga (APA) pakk af kjarklausum heiglum og lygurum. Og þetta er býsna skorinort – en niðurstaðan er sú að allar athugasemdirnar eru jákvæðar. Allar. Þannig að það er lítill minnihluti af fólki sem er á móti því sem ég segi við og við og hann er mjög hávær,“ segir Peterson. Ekki spurning um umburðarlyndi Í raunheimum sé óánægjan þó engin; hann hafi verið að flytja fyrirlestra í um 60 borgum, án þess að komið hafi til mótmæla eða annarrar andspyrnu. Peterson fór mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir á börnum og hélt því fram að samfélaginu bæri ekki að sýna þeim umburðarlyndi. Að vera á móti þessum aðgerðum er að hans sögn ekki sambærilegt við að hafa verið mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra á sínum tíma, heldur séu þetta breytingar af öðrum toga. Peterson sagði þá að stefna nasista hafi í orði kveðnu byggst á umburðarlyndi og samhygð. Kynleiðréttingaraðgerðir sem prófessorinn vísar til, sem gerðar eru á fólki yngri en átján ára, eru sárasjaldgæfar í heiminum og alls ekki útbreidd stefna. Hér á Íslandi hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu engar slíkar aðgerðir verið gerðar á einstaklingum yngri en átján ára. Stundum eru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til að styðja við trans ungmenni enda er komin löng reynsla á notkun slíkra lyfja við meðferð annarra hópa. Áhrifin þar eru afturkræf. Í viðtalinu er rætt um stjórnmálaástandið og Peterson heldur því þar meðal annars að það sé sök róttæka vinstrisins að umræðan sé orðin eins pólaríseruð og raun ber vitni um.Vísir „Ömurleg gagnrýni“ Í aðdraganda komu Jordan Peterson voru ummæli hans frá fyrri tíð rifjuð upp á samfélagsmiðlum, hvort sem það voru vangaveltur hans um varalit kvenna á vinnustöðum, mótstaða hans á sínum tíma við að nota rétt fornöfn fólks vegna lagalegrar skyldu af hálfu kanadískra stjórnvalda eða athugasemd hans við vaxtarlag fyrirsætu á forsíðu Sports Illustrated fyrir skemmstu. Peterson ræddi farða og klæðnað kvenna á vinnustöðum í viðtali við Vice árið 2017. Spurður út í það viðtal núna segir hann: „Já, það var góð pæling, þetta með varalitinn. Til hvers heldur fólk í alvöru að varalitur sé? Til hvers í fjandanum? Þetta er svo ömurleg og idjotísk gagnrýni. Sú hugmynd að farði hafi ekkert að gera með kynferðislega aðlöðun; ef þú trúir henni ert þú fáviti. Þannig að mér er ljúft og skylt að ítreka þetta viðhorf alveg afdráttarlaust.“ Horfa má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar er einnig rætt um pólaríseruð stjórnmál, Bandaríkin, Donald Trump og þar fram eftir götunum. Peterson dvaldi á Íslandi frá föstudegi til sunnudags, en þá tekur næsta land í bókatúrnum við. Hann hefur meðal annars komið við í Noregi og Danmörku.Vísir Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þegar boðað var að Jordan Peterson hygðist halda fyrirlestur í Háskólabíó skiptist fólk í tvennt; margir keyptu sér miða, „áhugaverður sálfræðingur, væri gaman að sjá.“ Aðrir fóru á Twitter og lýstu því að kjarni málflutnings Peterson væri kvenhatur, líkamshatur og hin/kynseginhatur. Það væri því óréttlætanlegt að leggja leið sína á fyrirlesturinn. Jordan Peterson hefur selt fleiri milljónir eintaka af sjálfshjálparbókum á undanförnum árum og sálfræðingurinn er orðinn einn vinsælasti en um leið umdeildasti fræðimaður síns tíma.Vísir/Adelina „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir Jordan Peterson. „Það er einfaldlega ekki satt. Það er bara ekki satt. Ég var til dæmis að skrifa grein í Telegraph, sem var einhver sú grófasta sem ég hefði getað skrifað. Ég hélt að þetta væri búið fyrir mig ef ég birti þessa grein. Ég var í grunninn að kalla eftir fangelsun slátrandi skurðlækna sem eru að framkvæma svokallaðar kynleiðréttingaraðgerðir á fólki undir lögaldri. Ég kallaði samtök bandarískra sálfræðinga (APA) pakk af kjarklausum heiglum og lygurum. Og þetta er býsna skorinort – en niðurstaðan er sú að allar athugasemdirnar eru jákvæðar. Allar. Þannig að það er lítill minnihluti af fólki sem er á móti því sem ég segi við og við og hann er mjög hávær,“ segir Peterson. Ekki spurning um umburðarlyndi Í raunheimum sé óánægjan þó engin; hann hafi verið að flytja fyrirlestra í um 60 borgum, án þess að komið hafi til mótmæla eða annarrar andspyrnu. Peterson fór mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir á börnum og hélt því fram að samfélaginu bæri ekki að sýna þeim umburðarlyndi. Að vera á móti þessum aðgerðum er að hans sögn ekki sambærilegt við að hafa verið mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra á sínum tíma, heldur séu þetta breytingar af öðrum toga. Peterson sagði þá að stefna nasista hafi í orði kveðnu byggst á umburðarlyndi og samhygð. Kynleiðréttingaraðgerðir sem prófessorinn vísar til, sem gerðar eru á fólki yngri en átján ára, eru sárasjaldgæfar í heiminum og alls ekki útbreidd stefna. Hér á Íslandi hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu engar slíkar aðgerðir verið gerðar á einstaklingum yngri en átján ára. Stundum eru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til að styðja við trans ungmenni enda er komin löng reynsla á notkun slíkra lyfja við meðferð annarra hópa. Áhrifin þar eru afturkræf. Í viðtalinu er rætt um stjórnmálaástandið og Peterson heldur því þar meðal annars að það sé sök róttæka vinstrisins að umræðan sé orðin eins pólaríseruð og raun ber vitni um.Vísir „Ömurleg gagnrýni“ Í aðdraganda komu Jordan Peterson voru ummæli hans frá fyrri tíð rifjuð upp á samfélagsmiðlum, hvort sem það voru vangaveltur hans um varalit kvenna á vinnustöðum, mótstaða hans á sínum tíma við að nota rétt fornöfn fólks vegna lagalegrar skyldu af hálfu kanadískra stjórnvalda eða athugasemd hans við vaxtarlag fyrirsætu á forsíðu Sports Illustrated fyrir skemmstu. Peterson ræddi farða og klæðnað kvenna á vinnustöðum í viðtali við Vice árið 2017. Spurður út í það viðtal núna segir hann: „Já, það var góð pæling, þetta með varalitinn. Til hvers heldur fólk í alvöru að varalitur sé? Til hvers í fjandanum? Þetta er svo ömurleg og idjotísk gagnrýni. Sú hugmynd að farði hafi ekkert að gera með kynferðislega aðlöðun; ef þú trúir henni ert þú fáviti. Þannig að mér er ljúft og skylt að ítreka þetta viðhorf alveg afdráttarlaust.“ Horfa má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar er einnig rætt um pólaríseruð stjórnmál, Bandaríkin, Donald Trump og þar fram eftir götunum. Peterson dvaldi á Íslandi frá föstudegi til sunnudags, en þá tekur næsta land í bókatúrnum við. Hann hefur meðal annars komið við í Noregi og Danmörku.Vísir
Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent