Selfyssingar endurheimtu toppsætið | Afturelding vann öruggan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 22:29 Afturelding vann öruggan sigur í kvöld. FBL/Sigtryggur Ari Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Selfyssingar tylltu sér aftur í toppsæti deildarinnar með 2-0 sigri gegn Fjölni og Afturelding vann öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri. Gonzalo Zamorano skoraði fyrra mark Selfyssinga á lokamínútum fyrri hálfleiks og sá til þess að heimamenn voru með 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Guðmundur Þór Júlíusson sem tryggði Selfyssingum sigurinn undir lok leiksins þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Lokatölur 2-0 og Selfyssingar eru nú á toppi Lengjudeildarinnar með 17 stig eftir átta leiki, sex stigum meira en Fjölnir sem situr í sjötta sæti. JAAAAá! Þvílík liðsframmistaða! Búnir að endurheimta toppsætið🫡 pic.twitter.com/dP0mkvNHCa— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) June 24, 2022 Þá vann Afturelding afar öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri þar sem Georg Bjarnason og Aron Elí Sævarsson sáu um markaskorun heimamanna í fyrri hálfleik. Aron Elí bætti öðru marki sínu og þriðja marki Aftureldingar við á 66. mínútu áður en Orri Sigurjónsson setti boltann í eigið net og kom heimamönnum þar með í 4-0. Elvar Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Þórsara þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þar við sat. Afturelding vann að lokum góðan 4-1 sigur og liðið er nú með níu stig í áttunda sæti deildarinnar. Þórsarar sitja hins vegar í tíunda sæti með fimm stig. Allar upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net. Lengjudeild karla UMF Selfoss Afturelding Fjölnir Þór Akureyri Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Gonzalo Zamorano skoraði fyrra mark Selfyssinga á lokamínútum fyrri hálfleiks og sá til þess að heimamenn voru með 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Guðmundur Þór Júlíusson sem tryggði Selfyssingum sigurinn undir lok leiksins þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Lokatölur 2-0 og Selfyssingar eru nú á toppi Lengjudeildarinnar með 17 stig eftir átta leiki, sex stigum meira en Fjölnir sem situr í sjötta sæti. JAAAAá! Þvílík liðsframmistaða! Búnir að endurheimta toppsætið🫡 pic.twitter.com/dP0mkvNHCa— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) June 24, 2022 Þá vann Afturelding afar öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri þar sem Georg Bjarnason og Aron Elí Sævarsson sáu um markaskorun heimamanna í fyrri hálfleik. Aron Elí bætti öðru marki sínu og þriðja marki Aftureldingar við á 66. mínútu áður en Orri Sigurjónsson setti boltann í eigið net og kom heimamönnum þar með í 4-0. Elvar Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Þórsara þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þar við sat. Afturelding vann að lokum góðan 4-1 sigur og liðið er nú með níu stig í áttunda sæti deildarinnar. Þórsarar sitja hins vegar í tíunda sæti með fimm stig. Allar upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Afturelding Fjölnir Þór Akureyri Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira