„Þær eru smá dramadrottningar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 12:30 Frakkar mörðu 1-0 sigur gegn Íslendingum á EM 2017. Wendy Renard var þá og er enn ein af skærustu stjörnum franska liðsins líkt og Dagný Brynjarsdóttir í því íslenska. Getty/Carmen Jaspersen Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld. Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira