„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 23:31 Sérfræðingum Bestu markanna þykir vanta áhorfendur á vellina í Bestu-deild kvenna. Stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu. „Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
„Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira