„Það lenda allir í einhverju og það er alls konar í öllum fjölskyldum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2022 16:46 Mennta-og barnamálaráðherra vill virkja fólk til ábyrgðar gagnvart farsæld barna í nærsamfélagi þess. Vísir/vilhelm „Það lenda allir í einhverju og það er alls konar í öllum fjölskyldum og við þurfum bara sem samfélag að opna umræðuna um það.“ Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu um hin ýmsu vandamál og áskoranir sem börn standa frammi fyrir. Hin svokölluðu farsældarlög hafa verið hugarfóstur ráðherrans en síðustu ár hafa fjölmargir komið að stefnumótuninni sem miðar að því að kerfin í lífi barna tali saman og grípi börn fyrr. Ásmundur hefur talað opinskátt um erfiða reynslu í bernsku. Senn líður nú að innleiðingu laganna og Ásmundur segir stórar breytingar í vændum. Ráðuneytið hefur fengið Sigrúnu Daníelsdóttur sálfræðing til liðs við sig til að leiða aðgerðaráætlun um geðrækt og stuðning við börn. „Bæði er þetta hluti af menntastefnu til 2030 en líka innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem miða að því að stíga fyrr inn með geðrækt almennt.“ Ásmundur segir stefnuna setta á að auka samstarf á milli kerfa skólanna, auka þekkingu og færni kennara í geðrækt og aðstoða börnin við að læra inn á tilfinninga-og sálarlíf sitt. Talsverðir fjármunir eru eyrnamerktir innleiðingunni. Ásmundur reiknar með um 80 milljónum króna á ári. „Þetta eru tiltölulega stórar breytingar sem þarna þarf að ráðast í sem kallar á lagabreytingar og jafnvel breytingar á aðalnámskrá og fleira. Það þarf að vinna þetta áfram í góðu samráði við alla hlutaðeigandi.“ Ásmundur segir að samfélagið verði að grípa fyrr inn í þegar börn eru í vanda stödd og veita þeim stuðning eins fljótt og hægt er til að málin þróist ekki til enn verri vegar. „Það sem er flókið við það er að oft og tíðum verða áhrifin ljós á einum stað en það þarf að grípa inn í á öðrum. Þetta getur komið fram til dæmis í brottfalli úr skóla en það eru kannski önnur kerfi sem þurfa að koma að málum fyrr og láta vita.“ Ásmundur vill virkja sem flesta til ábyrgðar á farsæld barna. Hann telur að íslenskt samfélag sé vel og jafnvel best til þess fallið að standa vel að þessum málum því boðleiðirnar séu stuttar í fámennissamfélagi. „Samfélagið þarf allt að koma saman þegar áskoranir verða hjá börnum. Það er enginn einn sem getur leyst þær. Það þurfa sem flestir að koma að borðinu með nýjum hugsunarhætti og aðstoða börnin við að skilja sig sjálf.“ Ásmundur segist gera sér grein fyrir að vandamálin muni ekki leysast á einni nóttu en aðgerðaráætlunin og farsældarlögin í heild sé skref í rétta átt. „Ekkert okkar fékk [geðfræðslu]kennslu í skólakerfinu eða annars staðar þegar við vorum yngri. Og þetta er að verða meiri og meiri áskorun, ekki bara í íslensku samfélagi, heldur í hinum vestræna heimi öllum.“ Samfélagið allt þurfi að átta sig á sinni ábyrgð gagnvart börnum. „Ég ítreka að það er mikilvægt að allir komi að þessu. Það eru svo margir í nærumhverfi barnanna. Það er enginn einn sem getur leyst vandann, það þurfa allir að koma að. Við berum öll ábyrgð og við erum öll hluti af þessu þorpi sem þarf að vera til staðar.“ Félagsmál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16 Mun leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða sérstakan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. 11. maí 2022 14:23 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu um hin ýmsu vandamál og áskoranir sem börn standa frammi fyrir. Hin svokölluðu farsældarlög hafa verið hugarfóstur ráðherrans en síðustu ár hafa fjölmargir komið að stefnumótuninni sem miðar að því að kerfin í lífi barna tali saman og grípi börn fyrr. Ásmundur hefur talað opinskátt um erfiða reynslu í bernsku. Senn líður nú að innleiðingu laganna og Ásmundur segir stórar breytingar í vændum. Ráðuneytið hefur fengið Sigrúnu Daníelsdóttur sálfræðing til liðs við sig til að leiða aðgerðaráætlun um geðrækt og stuðning við börn. „Bæði er þetta hluti af menntastefnu til 2030 en líka innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem miða að því að stíga fyrr inn með geðrækt almennt.“ Ásmundur segir stefnuna setta á að auka samstarf á milli kerfa skólanna, auka þekkingu og færni kennara í geðrækt og aðstoða börnin við að læra inn á tilfinninga-og sálarlíf sitt. Talsverðir fjármunir eru eyrnamerktir innleiðingunni. Ásmundur reiknar með um 80 milljónum króna á ári. „Þetta eru tiltölulega stórar breytingar sem þarna þarf að ráðast í sem kallar á lagabreytingar og jafnvel breytingar á aðalnámskrá og fleira. Það þarf að vinna þetta áfram í góðu samráði við alla hlutaðeigandi.“ Ásmundur segir að samfélagið verði að grípa fyrr inn í þegar börn eru í vanda stödd og veita þeim stuðning eins fljótt og hægt er til að málin þróist ekki til enn verri vegar. „Það sem er flókið við það er að oft og tíðum verða áhrifin ljós á einum stað en það þarf að grípa inn í á öðrum. Þetta getur komið fram til dæmis í brottfalli úr skóla en það eru kannski önnur kerfi sem þurfa að koma að málum fyrr og láta vita.“ Ásmundur vill virkja sem flesta til ábyrgðar á farsæld barna. Hann telur að íslenskt samfélag sé vel og jafnvel best til þess fallið að standa vel að þessum málum því boðleiðirnar séu stuttar í fámennissamfélagi. „Samfélagið þarf allt að koma saman þegar áskoranir verða hjá börnum. Það er enginn einn sem getur leyst þær. Það þurfa sem flestir að koma að borðinu með nýjum hugsunarhætti og aðstoða börnin við að skilja sig sjálf.“ Ásmundur segist gera sér grein fyrir að vandamálin muni ekki leysast á einni nóttu en aðgerðaráætlunin og farsældarlögin í heild sé skref í rétta átt. „Ekkert okkar fékk [geðfræðslu]kennslu í skólakerfinu eða annars staðar þegar við vorum yngri. Og þetta er að verða meiri og meiri áskorun, ekki bara í íslensku samfélagi, heldur í hinum vestræna heimi öllum.“ Samfélagið allt þurfi að átta sig á sinni ábyrgð gagnvart börnum. „Ég ítreka að það er mikilvægt að allir komi að þessu. Það eru svo margir í nærumhverfi barnanna. Það er enginn einn sem getur leyst vandann, það þurfa allir að koma að. Við berum öll ábyrgð og við erum öll hluti af þessu þorpi sem þarf að vera til staðar.“
Félagsmál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16 Mun leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða sérstakan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. 11. maí 2022 14:23 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. 23. september 2021 11:16
Mun leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða sérstakan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. 11. maí 2022 14:23