„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 12:00 Íslenska liðið hefur þróað sinn leikstíl vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en fram undan eru þung próf á EM í Englandi. Getty/Oliver Hardt Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði. Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira