Þingvellir fengu fyrsta heiðursmerki Vörðu Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:49 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra afhjúpuðu fyrsta heiðursmerki Vörðu í gær. Stjr/Golli Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum. Það voru þau Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sem afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu á Þingvöllum í gær. Á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir tveir hafi einnig kynnt að um næstu áramót geti staðir óháð eignarhaldi eða umsjón sótt um að fara í ferli til þess að verða Vörður og hljóta slíka viðurkenningu. Gestir í þjóðgarðinum kynntu sér gagnvirkan fróðleik á svoköllum Búðarstíg.Stjr/Golli Um Þingvallaþjóðgarður segir að hann sé vel að þessari viðurkenningu kominn. „Auk þess að vera einn elsti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins er þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Í slíkri skráningu felst mikil ábyrgð gagnvart því að viðhalda einstöku gildi staðarins til framtíðar fyrir alla heimsbyggðina. Það hefur sannarlega tekist vel á Þingvöllum, svo vel að það er ærin ástæða fyrir nýrri rós í hnappagatið með viðurkenningu Vörðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum. Þingvellir Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það voru þau Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sem afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu á Þingvöllum í gær. Á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir tveir hafi einnig kynnt að um næstu áramót geti staðir óháð eignarhaldi eða umsjón sótt um að fara í ferli til þess að verða Vörður og hljóta slíka viðurkenningu. Gestir í þjóðgarðinum kynntu sér gagnvirkan fróðleik á svoköllum Búðarstíg.Stjr/Golli Um Þingvallaþjóðgarður segir að hann sé vel að þessari viðurkenningu kominn. „Auk þess að vera einn elsti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins er þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Í slíkri skráningu felst mikil ábyrgð gagnvart því að viðhalda einstöku gildi staðarins til framtíðar fyrir alla heimsbyggðina. Það hefur sannarlega tekist vel á Þingvöllum, svo vel að það er ærin ástæða fyrir nýrri rós í hnappagatið með viðurkenningu Vörðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum.
Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum.
Þingvellir Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira