Handbolti

Sveinn til Skjern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn (til vinstri) á æfingu með íslenska landsliðinu.
Sveinn (til vinstri) á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs.

Hinn 23 ára gamli Sveinn meiddist illa á æfingu með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári en þá hafði hann samið við þýska félagið HC Erlangen um að leika með því eftir góð ár hjá SönderjyskE í Danmörku.

Fyrir stuttu greindi Vísir frá því að Sveinn hefði þurft að fara aftur undir hnífinn og virðist sem samningurinn við Erlangen hafi fallið úr gildi eftir það.

Nú hefur Skjern hins vegar greint frá því á samfélagsmiðlum sínum að Sveinn hafi samið við liðið til eins árs. Mun hann því halda áfram að spila í Danmörku en Sveinn gekk fyrst í raðir SönderjyskE árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×