Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til fimmtán stigum og hlýjast á Suðausturlandi. Víða verður norðan kaldi eða strekkingur síðdegis og dregur úr vætu.
„Norðaustan og norðan 10-15 m/s vestantil á landinu á morgun, en yfirleitt hægari vindur í öðrum landshlutum. Skýjað með köflum og víða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 5 til 12 stig. Annað kvöld má svo búast við rigningu eða súld norðanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari vindur um landið austanvert. Skýjað á landinu og víða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 5 til 11 stig.
Á föstudag: Norðan 5-13 með dálítilli rigningu á norðurhelmingi landsins. Skýjað með köflum á sunnanverðu landinu og stöku skúrir syðst. Hiti frá 4 stigum fyrir norðan, upp í 12 stig á Suðurlandi.
Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt 3-8, en 8-13 með austurströndinni. Skýjað með köflum og stöku skúrir á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt með dálítilli vætu austanlands, en þurrt á vesturhelmingi landsins. Hiti breytist lítið.