„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júní 2022 20:30 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“ Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“
Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00