Brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júní 2022 11:38 Fundurinn fór fram í Húsi verslunarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið. Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“ Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“
Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira