Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Atli Arason skrifar 20. júní 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirliðabandið. Vísir/Getty „Nei nei,“ svarði Sara Björk og hló, aðspurð að því hvort henni finnst ekki skrítið að bera ekki fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í viðtali við Stöð 2. „Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
„Steini sagði að hann væri ekki búinn að ákveða sig en það verður bara að koma í ljós. Gunný er búin að standa sig frábærlega sem fyrirlið. Ég kem bara inn í hópinn sem sami leiðtogi og sami karakter,“ bætti landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir við. Besti árangur íslenska landsliðsins á Evrópumóti kom á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit en féll úr leik gegn gestgjöfunum. Sara segir löngunina vera til staðar að komast upp úr riðlinum og inn í útsláttarkeppnina. Markmiðið sé alltaf að gera betur en áður. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert formlega búnar að tala um það en það er alltaf löngun til þess að fara lengra og komast upp úr riðlinum,“ sagði Sara Björk. Þetta verður í fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í. Ísland var með árið 2009, 2013 og 2017. Sara tók þátt í öllum þrem mótunum og kveðst spennt fyrir komandi móti. „Þetta verður spennandi EM. Þetta er svolítið breytt en þetta er fjórða stórmótið og hópurinn er mikið breyttur. Við höfum aldrei verið með jafn margar atvinnukonur í svona góðum liðum. Við erum með frábæra breidd og frábæran hóp.“ Sara hefur verið frá keppni en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðnum. Hún segist vera kominn aftur í toppstand og tilbúin í komandi átök þrátt fyrir að hún hafi kannski verið til í fleiri leikmínútur. „Ég er búinn að koma mér í mjög gott stand en ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi með Lyon þar sem ég fékk bara tvo hálfleika og hef komið inn á [sem varamaður]. Mér líður ótrúlega vel, eins og ég sé í góðu standi,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, klár í slaginn. Sara yfirgaf Lyon eftir síðasta tímabil en hún segist einnig vera komið með eitthvað í sigtið fyrir komandi leiktímabil. Viðtalið við Söru í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sara Björk: Steini ekki búinn að ákveða fyrirliðabandið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira