Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 09:00 Breiðablik á þrjá fulltrúa á EM og eitthvað er um að fleiri leikmenn liðsins fari sem áhorfendur á mótið. vísir/diego Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. Leiknar hafa verið tíu umferðir af 22 í Bestu deild kvenna en nú er hafið 39 daga hlé vegna EM. Fyrir sex lið af tíu í deildinni er hléið viku lengra, eða 46 dagar. Vísir heyrði í fulltrúum allra félaganna í deildinni til að kanna hvernig þetta langa hlé yrði nýtt en alla jafna eru leikmenn og þjálfarar á fullri ferð á Íslandsmótinu í júlímánuði. Fjögur liðanna fara í æfingaferðir erlendis. Leikmenn Þórs/KA fara til Englands, þar sem EM er haldið, Þróttarar ætla til Slóveníu en Stjarnan og Afturelding fljúga til Barcelona. Valskonur fara inn í hléið langa á toppi Bestu deildarinnar. Leikmenn Þróttar eru á leið í æfingaferð til Slóveníu í hléinu.vísir/Tjörvi Týr Langþráð sumarfrí Landsliðskonan Sif Atladóttir er á meðal þeirra sem talað hafa fyrir því að tekið verði upp sumarfrí í íslenska fótboltanum, eins og þekkist til dæmis í Svíþjóð, og nú fá leikmenn að kynnast því. Hjá öllum félögunum verða þannig gefnir að minnsta kosti tíu frídagar án kröfu um að leikmenn mæti á æfingar, þó að vissulega sé ætlast til að hver leikmaður sinni eigin grunnæfingum, og spurning hvort að það fyrirkomulag festi sig í sessi. Af svörum viðmælenda Vísis að dæma er að minnsta kosti um langþráð sumarfrí að ræða hjá mörgum. Sex leikmenn úr deildinni fara á EM með íslenska landsliðinu en það eru þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen úr Val, Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki (auk reyndar Alexöndru Jóhannsdóttur sem fer líklega heim til Frankfurt úr láni eftir EM), og Sif úr Selfossi. Þá er nokkuð um það að leikmenn úr liðunum í deildinni fari sem áhorfendur á mótið og ljóst er að Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar og þjálfari Selfoss, verður á EM fram yfir leiki Íslands í riðlakeppninni sem verða gegn Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, verður á EM þar sem eiginkona hans Sif Atladóttir, sem leikur með Selfossi, verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu.vísir/diego Hvernig verður EM-hléið hjá liðunum í Bestu deildinni? Valur: Frí frá 20. júní til 1. júlí en svo taka æfingar við. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Stjörnunni 28. júlí. Breiðablik: Frí fram yfir fyrstu helgina í júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn KR 28. júlí. Stjarnan: Trappa sig niður í viku, fá svo vikufrí, æfa í viku og fara svo til Barcelona 11. júlí í níu daga ferð og munu fylgjast með EM þaðan. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Val 28. júlí. ÍBV: Æfingar fram yfir Orkumótið um næstu helgi en svo tólf daga frí fram til 11. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Selfossi 4. ágúst. Þróttur: Fá frí en fara svo til Slóveníu í æfingaferð 12.-19. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Aftureldingu 4. ágúst. Selfoss: Æfa í tvær vikur í viðbót og taka svo tæplega 20 daga frí frá hefðbundnum æfingum. Æfa svo saman í tvær vikur eftir riðlakeppni EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn ÍBV 4. ágúst. Keflavík: Æfingar til 27. júní en svo þriggja vikna sumarfrí áður en æfingar hefjast að nýju 17. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Breiðabliki 4. ágúst. Þór/KA: Æfingaferð til Englands 11.-19. júlí sem upphaflega átti að fara í fyrir tímabilið. Verða á Lundúnasvæðinu og spila æfingaleiki við Brighton og Wimbledon, og mæta mögulega á leik eða leiki á EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Val 4. ágúst. KR: Hætt við hugmyndir um æfingaferðalag. Frí að hefjast í dag og svo æfingar aftur 4. júlí. Fyrsti leikur eftir hlé gegn Breiðabliki 28. júlí. Afturelding: Æfingaferð til Salou í nágrenni Barcelona 22.-29. júní. Frí fram til 15. júlí og svo æfingar. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Þrótti 4. ágúst. Besta deild kvenna EM 2022 í Englandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Leiknar hafa verið tíu umferðir af 22 í Bestu deild kvenna en nú er hafið 39 daga hlé vegna EM. Fyrir sex lið af tíu í deildinni er hléið viku lengra, eða 46 dagar. Vísir heyrði í fulltrúum allra félaganna í deildinni til að kanna hvernig þetta langa hlé yrði nýtt en alla jafna eru leikmenn og þjálfarar á fullri ferð á Íslandsmótinu í júlímánuði. Fjögur liðanna fara í æfingaferðir erlendis. Leikmenn Þórs/KA fara til Englands, þar sem EM er haldið, Þróttarar ætla til Slóveníu en Stjarnan og Afturelding fljúga til Barcelona. Valskonur fara inn í hléið langa á toppi Bestu deildarinnar. Leikmenn Þróttar eru á leið í æfingaferð til Slóveníu í hléinu.vísir/Tjörvi Týr Langþráð sumarfrí Landsliðskonan Sif Atladóttir er á meðal þeirra sem talað hafa fyrir því að tekið verði upp sumarfrí í íslenska fótboltanum, eins og þekkist til dæmis í Svíþjóð, og nú fá leikmenn að kynnast því. Hjá öllum félögunum verða þannig gefnir að minnsta kosti tíu frídagar án kröfu um að leikmenn mæti á æfingar, þó að vissulega sé ætlast til að hver leikmaður sinni eigin grunnæfingum, og spurning hvort að það fyrirkomulag festi sig í sessi. Af svörum viðmælenda Vísis að dæma er að minnsta kosti um langþráð sumarfrí að ræða hjá mörgum. Sex leikmenn úr deildinni fara á EM með íslenska landsliðinu en það eru þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen úr Val, Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki (auk reyndar Alexöndru Jóhannsdóttur sem fer líklega heim til Frankfurt úr láni eftir EM), og Sif úr Selfossi. Þá er nokkuð um það að leikmenn úr liðunum í deildinni fari sem áhorfendur á mótið og ljóst er að Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar og þjálfari Selfoss, verður á EM fram yfir leiki Íslands í riðlakeppninni sem verða gegn Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, verður á EM þar sem eiginkona hans Sif Atladóttir, sem leikur með Selfossi, verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu.vísir/diego Hvernig verður EM-hléið hjá liðunum í Bestu deildinni? Valur: Frí frá 20. júní til 1. júlí en svo taka æfingar við. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Stjörnunni 28. júlí. Breiðablik: Frí fram yfir fyrstu helgina í júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn KR 28. júlí. Stjarnan: Trappa sig niður í viku, fá svo vikufrí, æfa í viku og fara svo til Barcelona 11. júlí í níu daga ferð og munu fylgjast með EM þaðan. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Val 28. júlí. ÍBV: Æfingar fram yfir Orkumótið um næstu helgi en svo tólf daga frí fram til 11. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Selfossi 4. ágúst. Þróttur: Fá frí en fara svo til Slóveníu í æfingaferð 12.-19. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Aftureldingu 4. ágúst. Selfoss: Æfa í tvær vikur í viðbót og taka svo tæplega 20 daga frí frá hefðbundnum æfingum. Æfa svo saman í tvær vikur eftir riðlakeppni EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn ÍBV 4. ágúst. Keflavík: Æfingar til 27. júní en svo þriggja vikna sumarfrí áður en æfingar hefjast að nýju 17. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Breiðabliki 4. ágúst. Þór/KA: Æfingaferð til Englands 11.-19. júlí sem upphaflega átti að fara í fyrir tímabilið. Verða á Lundúnasvæðinu og spila æfingaleiki við Brighton og Wimbledon, og mæta mögulega á leik eða leiki á EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Val 4. ágúst. KR: Hætt við hugmyndir um æfingaferðalag. Frí að hefjast í dag og svo æfingar aftur 4. júlí. Fyrsti leikur eftir hlé gegn Breiðabliki 28. júlí. Afturelding: Æfingaferð til Salou í nágrenni Barcelona 22.-29. júní. Frí fram til 15. júlí og svo æfingar. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Þrótti 4. ágúst.
Besta deild kvenna EM 2022 í Englandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti