Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seinnipartinn hvessi aðeins við suðausturströndina og létti einnig til um norðanvert landið. Hiti verður á bilinu tíu til tuttugu stig, hlýjast á Suðausturlandi.
„Snýst aftur í suðvestlæga átt á morgun, 5-13 m/s og þá hvassast vestanlands. Þykknar upp og fer að rigna, fyrst vestantil en síðar um daginn, undir kvöld, norðaustan- og austanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (sumarsólstöður): Suðvestlæg átt 5-13 m/s, hvassast vestanlands. Þykknar upp og fer að rigna, fyrst vestanlands en þurrt að kalla norðaustantil fram undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag: Snýst í norðlæga átt 5-13 og lítilsháttar rigning í flestum landshlutum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnantil.
Á fimmtudag: Norðlæg átt eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og lítilshattar væta, einkum sunnanlands. Léttir víða til seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Á föstudag og laugardag: Norðlæg átt, skýjað með köflum, litilsháttar úrkoma norðanlands og líkur á stöku síðdegisskúrum sunnantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt og dálitla rigningu en þurrt að mestu suðvestantil. Svipaður hiti.