„Eigum heima í þessari deild“ Jón Már Ferro og Atli Arason skrifa 19. júní 2022 17:00 Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, segir liðið eiga heima í deild þeirra bestu. vísir/daníel Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki. „Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum. Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira