Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 14:57 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira